Þið sem lesið þá veit ég að ég er ekki búin að vera dugleg að blogga i Nokkra mánuði. En aðrir kanski vita að ég og maðurinn minn erum að opna veitingarstað á Norður Sjállandi, og opnum á miðvikudag. Þetta er búið að vera dálítill rússíbani vegna hverng danir fara eftir bókinni með allt,banki,lögga o.fl. En nú er þetta allt að gerast. heimasíðan er http://www.soestjernen.dk/
Jæja segji hvernig gekk að opna.
Kveðja Sigyn
Bloggar | 6.4.2008 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja loksins er hreiðurstuðið búið, nú er alt í rúst og ég nenni ekki að gera neitt, ég verð að fá manneskju til að koma heim til mín og þrífa,,,,Æ nei ég er komin til Danmerkur og bý upp í sveit, þar gerir maður hlutina sjálfur. Jæja allavegana er þetta að frétta, ég er að reyna að finna mér nýja vinnu, því það er ekkert að gera á þessum vinnustað hann semsagt er örugglega að fara á hausinn, allt starfsfólkið var látið fara he eh ég líka. Er að vinna 30 tíma á viku hjá þeim, ogsvo þarf ég að fara að púsla Scandic hóteli og þessum vinnustað í febrúar sem verður fjör.´Við fjölskyldan erum að hugsa að vinna á Íslandi í sumar þannig get ég losnað við Ísland best í heimi er búin að vera með smá heimþrá, við sjáum til... Í gær fór ég í bæ sem heitir Köge með henni móður minni sem er nú ekki frásögu færandi en mamma mín keyrði þangað á mínum bíl því hún kunni leiðina svo vel, allavegana við fórum til Köge og rölltum að eins í búðir og ætluðum svo í Bilka sem er svolítið frá Köge, þegar að við komum að bílnum voru ljósin á bílnum enn á( hver gleymdi að slökkva á ljósunum). Við þurftum að finna eitthvern til að gefa okkur start, það voru tveir gaura á sendibíl þannig að við röltum til þeirra og hvað haldið þið, þeir skildu ekki dönsku né ensku og töluðu bara þýsku. Þeir hristu bara hausinn, eftir á spáðum við í þetta hvernig þetta leit út tvær konur á bílastæða plássi að tala við allskonar fólk um start, við litum út einsog he he. notiðið ýmindunaraflið......
Jæja ég bið að heilsa í bili
Set nokkrar myndir inn
Bloggar | 22.1.2008 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilegt nýtt ár,
Ég er ekki neitt búin að nenna að blogga, ég er mjög fegin að hversdagsleikinn er kominn og maður getur farið að hætta að dekra við sjálfan sig. Á nýju ári ætla ég að fara að taka heilsuna í gegn og fara að skokka sem by the way ég gerði í gær. og borða minna. Ég er búin að vera í einhverju hreiður stuði síðan um áramót, byrjuð að strauja, skipulag á þrifum og þvotti og versla dúllu hluti fyrir heimilið sem er kannski ekki eins gott. Fór á loppumarkað um helgina og kom heim með tvo poka af dóti til að setja í eldhúsið sem maðurinn minn var ekkert hoppandi glaður, svo í gær var leiðin til IKEA"það eru margir rosalega flottir hlutir þar", ég keypti ljósakrónu rosa flotta.
Hérna í Danmörkinni er nú búið að hlýja slatta en samt er þetta ekkert veður, grámyglulegt og rigning, ég get ekki beðið eftir að það kemur sumar.....
Jæja ég þarf víst að fara að vinna til að þéna pening fyrir þessu kaupæði sem er í gangi.
Kveð í bili
Bloggar | 11.1.2008 | 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú eru jólina að verða búinn og maður þarf að fara aftur í hversdagsleikann, er nýbúin að vera í seks daga fríi og er að fara að vinna á morgunn, er engan vegin að nenna því. Ég er að vinna alla helgina en er svo í fríi á nýjársdag. Albert er að vinna í dag til 20 og er svo farinn í seks daga frí ég öfunda hann. Við fengum rosalega fín jól, vorum hjá mömmu og Gunna á jóladag í mat og í gær hituðum við matinn frá aðfangadag, eftir mat lagðist ég upp í rúmm og las nýju bókina með Arnald Indriða hún byrjar mjög vel. Ég var að heyra að verið væri að byrja að mynda bókina Grafarþögn. Sá myndina Mýrina og hún var rosalega góð.
Við gáfum Lilju dóttur okkar stjörnukíkir í jólagjöf, við búum frekar afskekkt þannig að það er mjög stjörnubjart á kvöldin ef það er heiðskírt. Mér fannst þetta svo spennandi þegar að ég var krakki.
Jæja les ykkur seinna eða heyri
Bloggar | 27.12.2007 | 18:47 (breytt kl. 18:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja nú er kominn annar í jólum og er síðustu dagar búnir að vera notalegir. Á aðfangadagskvöld var fullt hús af fólki, við vorum 11 hér að borða og opna pakka, í matinn var reyktur íslenskur lambahryggur, hamborgahryggur og risastór kalkúnn. Börnin voru ótrúlega þolinmóð með að bíða eftir að opna pakkana, Lilja eldri dóttir mín fannst þetta pakkabrjálæði mjög þreytandi,hún fór annarstaðar að lita og nennti þessu ekki. Það er allveg rétt hjá henni þetta er allveg rosalega mikið en samt erum við búin að minnka pakkaflóðið um helming, við ákváðum með nokkra úr fjölskyldunni hans Alberts að hætta að gefa hvort öðru því þetta var svo mikið.
Í gær fórum við til mömmu og Gunna í hlaðborð og Begga vinkona hennar mömmu og Kim maðurinn og þeirra börn voru þar líka. Þar fengum við hangikjöt og prinssessuna á bauninni sem er innbakaður grænmetisréttur (rosalega góður, þarf að fá uppskriftina). Albert fór að vinna í morgunn og Freyja vinkona hennar Lilju er að koma í dag í heimsókn, ég er enn á náttfötunum nenni ekki að klæða mig fyrr en seinnipartinn , ætla að eyða deginum við góða mynd og borða konfekt.
Gleðileg jól
Bloggar | 26.12.2007 | 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einsog vanalega er ró og afslöppun fyrir jól . Hugsanirnar eru ég á eftir að gera þetta og þetta þetta. Kanski þegar að maður er orðinn fullorðinn getur maður farið að njóta dagana fyrir jól í afslöppun og lesið bækur til að koma jólaskabinu í gang. Fór seinni partinn í gær að kaupa 6 jólagjafir og allann matinn fyrir jól, þegar að maður kom heim var komið krökkunum í að baka smákökur og þegar þau voru farinn að sofa um 10 leytið var reynt að klára hreingerninguna .
Í dag ætlum við fjölskyldan að taka lestina til Kaupmannahafnar að rölta strikið og finna fyrir jólaandanum. Þegar að við bjuggum að Íslandi tókum ég og Albert maðurinn minn alltaf einn jólatúr á laugarveginum um kvöldið og keyptum síðustu gjöfina og borðuðum að Caruso, þetta er góð minning. Þetta eru einu skiptin sem ég fæ manninn minn til að fara í búðir.
Gleðileg jól og verið góð hvort við annað
Bloggar | 23.12.2007 | 08:52 (breytt kl. 08:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar