Jæja loksins er hreiðurstuðið búið, nú er alt í rúst og ég nenni ekki að gera neitt, ég verð að fá manneskju til að koma heim til mín og þrífa,,,,Æ nei ég er komin til Danmerkur og bý upp í sveit, þar gerir maður hlutina sjálfur
. Jæja allavegana er þetta að frétta, ég er að reyna að finna mér nýja vinnu, því það er ekkert að gera á þessum vinnustað hann semsagt er örugglega að fara á hausinn, allt starfsfólkið var látið fara he eh ég líka. Er að vinna 30 tíma á viku hjá þeim, ogsvo þarf ég að fara að púsla Scandic hóteli og þessum vinnustað í febrúar sem verður fjör.´Við fjölskyldan erum að hugsa að vinna á Íslandi í sumar þannig get ég losnað við Ísland best í heimi er búin að vera með smá heimþrá, við sjáum til... Í gær fór ég í bæ sem heitir Köge með henni móður minni sem er nú ekki frásögu færandi en mamma mín keyrði þangað á mínum bíl
því hún kunni leiðina svo vel, allavegana við fórum til Köge og rölltum að eins í búðir og ætluðum svo í Bilka sem er svolítið frá Köge, þegar að við komum að bílnum voru ljósin á bílnum enn á( hver gleymdi að slökkva á ljósunum
). Við þurftum að finna eitthvern til að gefa okkur start, það voru tveir gaura á sendibíl þannig að við röltum til þeirra og hvað haldið þið, þeir skildu ekki dönsku né ensku og töluðu bara þýsku. Þeir hristu bara hausinn, eftir á spáðum við í þetta hvernig þetta leit út tvær konur á bílastæða plássi að tala við allskonar fólk um start, við litum út einsog he he. notiðið ýmindunaraflið......
Jæja ég bið að heilsa í bili
Set nokkrar myndir inn
Bloggar | 22.1.2008 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilegt nýtt ár,
Ég er ekki neitt búin að nenna að blogga, ég er mjög fegin að hversdagsleikinn er kominn og maður getur farið að hætta að dekra við sjálfan sig. Á nýju ári ætla ég að fara að taka heilsuna í gegn
og fara að skokka sem by the way ég gerði í gær. og borða minna. Ég er búin að vera í einhverju hreiður stuði síðan um áramót, byrjuð að strauja, skipulag á þrifum og þvotti og versla dúllu hluti fyrir heimilið sem er kannski ekki eins gott. Fór á loppumarkað um helgina og kom heim með tvo poka af dóti til að setja í eldhúsið sem maðurinn minn var ekkert hoppandi glaður, svo í gær var leiðin til IKEA"það eru margir rosalega flottir hlutir þar", ég keypti ljósakrónu rosa flotta.
Hérna í Danmörkinni er nú búið að hlýja slatta en samt er þetta ekkert veður, grámyglulegt og rigning, ég get ekki beðið eftir að það kemur sumar.....
Jæja ég þarf víst að fara að vinna til að þéna pening fyrir þessu kaupæði sem er í gangi.
Kveð í bili
Bloggar | 11.1.2008 | 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar