Er allt búú:þ

Nú eru jólina að verða búinn og maður þarf að fara aftur í hversdagsleikann, er nýbúin að vera í seks daga fríi og er að fara að vinna á morgunn, er engan vegin að nenna því. Ég er að vinna alla helgina en er svo í fríi á nýjársdag. Albert er að vinna í dag til 20 og er svo farinn í seks daga frí ég öfunda hannFootinMouth. Við fengum rosalega fín jól, vorum hjá mömmu og Gunna á jóladag í mat og í gær hituðum við matinn frá aðfangadag, eftir mat lagðist ég upp í rúmm og las nýju bókina með Arnald Indriða hún byrjar mjög vel. Ég var að heyra að verið væri að byrja að mynda bókina Grafarþögn. Sá myndina Mýrina og hún var rosalega góð.

Við gáfum Lilju dóttur okkar stjörnukíkir í jólagjöf, við búum frekar afskekkt þannig að það er mjög stjörnubjart á kvöldin ef það er heiðskírt. Mér fannst þetta svo spennandi þegar að ég var krakki.

Jæja les ykkur seinna eða heyri


Jólin

Jæja nú er kominn annar í jólum og er síðustu dagar búnir að vera notalegir. Á aðfangadagskvöld  var fullt hús af fólki, við vorum 11 hér að borða og opna pakka, í matinn var reyktur íslenskur lambahryggur, hamborgahryggur og risastór kalkúnn. Börnin voru ótrúlega þolinmóð með að bíða eftir að opna pakkana, Lilja eldri dóttir mín fannst þetta pakkabrjálæði mjög þreytandi,hún fór annarstaðar að lita og nennti þessu ekki.  Það er allveg rétt hjá henni þetta er allveg rosalega mikið en samt erum við búin að minnka pakkaflóðið um helming, við ákváðum með nokkra úr fjölskyldunni hans Alberts að hætta að gefa hvort öðru því þetta var svo mikið.

Í gær fórum við til mömmu og Gunna í hlaðborð og Begga vinkona hennar mömmu og Kim maðurinn og þeirra börn voru þar líka. Þar fengum við hangikjöt og prinssessuna á bauninni sem er innbakaður grænmetisréttur (rosalega góður, þarf að fá uppskriftina). Albert fór að vinna í morgunn og Freyja vinkona hennar Lilju er að koma í dag í heimsókn, ég er enn á náttfötunum nenni ekki að klæða mig fyrr en seinnipartinn Joyful, ætla að eyða deginum við góða mynd og borða konfekt.

Gleðileg jól Smile   


Þegar líða fer að jólum

Einsog vanalega er ró og afslöppun fyrir jól Wink. Hugsanirnar eru ég á eftir að gera þetta og þetta þetta. Kanski þegar að maður er orðinn fullorðinn getur maður farið að njóta dagana fyrir jól í afslöppun og lesið bækur til að koma jólaskabinu í gang. Fór seinni partinn í gær að kaupa 6 jólagjafir og allann matinn fyrir jól, þegar að maður kom heim var komið krökkunum í að baka smákökur og þegar þau voru farinn að sofa um 10 leytið var reynt að klára hreingerninguna Shocking.

Í dag ætlum við fjölskyldan að taka lestina til Kaupmannahafnar að rölta strikið og finna fyrir jólaandanum. Þegar að við bjuggum að Íslandi tókum ég og Albert maðurinn minn alltaf einn jólatúr á laugarveginum um kvöldið og keyptum síðustu gjöfina og borðuðum að Caruso, þetta er góð minning. Þetta eru einu skiptin sem ég fæ manninn minn til að fara í búðir.

 Gleðileg jól og verið góð hvort við annaðHeart    


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband