Jólin

Jæja nú er kominn annar í jólum og er síðustu dagar búnir að vera notalegir. Á aðfangadagskvöld  var fullt hús af fólki, við vorum 11 hér að borða og opna pakka, í matinn var reyktur íslenskur lambahryggur, hamborgahryggur og risastór kalkúnn. Börnin voru ótrúlega þolinmóð með að bíða eftir að opna pakkana, Lilja eldri dóttir mín fannst þetta pakkabrjálæði mjög þreytandi,hún fór annarstaðar að lita og nennti þessu ekki.  Það er allveg rétt hjá henni þetta er allveg rosalega mikið en samt erum við búin að minnka pakkaflóðið um helming, við ákváðum með nokkra úr fjölskyldunni hans Alberts að hætta að gefa hvort öðru því þetta var svo mikið.

Í gær fórum við til mömmu og Gunna í hlaðborð og Begga vinkona hennar mömmu og Kim maðurinn og þeirra börn voru þar líka. Þar fengum við hangikjöt og prinssessuna á bauninni sem er innbakaður grænmetisréttur (rosalega góður, þarf að fá uppskriftina). Albert fór að vinna í morgunn og Freyja vinkona hennar Lilju er að koma í dag í heimsókn, ég er enn á náttfötunum nenni ekki að klæða mig fyrr en seinnipartinn Joyful, ætla að eyða deginum við góða mynd og borða konfekt.

Gleðileg jól Smile   


Bloggfærslur 26. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband